






Í kjölfar þess að líkamsræktarsal á Jaðarsbökkum var lokað vegna Kórónusmits hefur þeim sem stunduðu æfingar þar 15. september síðastliðinn verið gert að fara í sóttkví. Þetta hefur áhrif á Knattspyrnufélag ÍA. Stór hópur leikmanna í 2. og 3. flokki karla er kominn í sóttkví og einnig þrír leikmenn í meistaraflokki karla. Leikjum 2. flokks karla í Íslandsmóti sem áttu að fara fram í dag hefur verið frestað sem og úrslitakeppni B og C liða í Íslandsmóti 3. flokks karla en næsti leikur meistaraflokks karla í PepsiMax deildinni er mánudaginn 21. september á Norðurálsvelli þegar ÍA tekur á móti Gróttu kl. 16:30.
Nánari fyrirmæli er að finna á vef Akraneskaupstað https://www.akranes.is/is/frettir/covid-19-smitadur-einstaklingur-i-likamsraektinni-a-akranesi
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is