






Tímabilinu er formlega lokið og gott að líta yfir brot af þeim árangri sem náðist:
ÍA sendi til keppni lið í Íslandsmóti í eftirfarandi flokkum:
2.fl.kk ( 2.lið), 3.fl.kk (3.lið) 4.fl.kk (3.lið) og 5.fl.kk (4.lið).
2.fl.kvk (1.lið), 3.fl.kvk (1.lið), 4.fl.kvk (1.lið) og 5.fl.kvk (2.lið).
2.flokkur karla b-lið – Íslandsmeistarar
2.flokkur kvenna - 2. sæti í bikarkeppni og 3. sæti í Íslandsmóti
3.flokkur karla a-lið – Rey cup meistarar og 2. sæti í Íslandsmóti í B-deild
3.flokkur karla c-lið – Íslandsmeistarar
4.flokkur karla a-lið – fóru í úrslitakeppni
5.flokkur karla b-lið – 2.sæti í úrslitakeppni b-liða í Íslandsmóti
Þess má einnig geta að:
7.,6. og 5.fl.kvk fóru á Símamótið í sumar og stóðu sig vel. Þar voru margar stelpur að stíga sín fyrstu skref í fótboltanum.
5.fl.kvk fór með 2 lið á TM mótið í Vestmanneyjum og stóðu sig vel þar.
6.kk eldra árið fór á Orkumótið í Vestmanneyjum með 4 lið og er
þetta stærsti hópur frá ÍA sem hefur farið á Orkumótið í langan tíma.
Eitt liðið vann bikarar í sínum flokki á mótinu og var mikil gleði með það í
öllum hópnum
5.fl kk fór á N1 mótið á Akureyri með 4 lið og b-lið lenti í öðru sæti í sínum riðli, öll lið stóðu sig vel.
7.fl.kk fór á Norðurálsmótið og var mikil gleði á því móti, öll lið upplifðu sigra og töp og eru reynslunni ríkari.
8.fl kk og 8.fl kvk, eldra ár, tóku þátt í Norðurálsmóti og margir að stíga sín fyrstu skref í keppnum.
Félagið leggur sig fram um að félagsstarfið sé gott og að iðkendur séu ánægðir, fái verkefni við hæfi og hafi gaman af því að spila fótbolta.
Á bak við þetta starf og iðkendur eru góðir þjálfarar, foreldrar, aðstandendur og aðrir sjálfboðaliðar.
Viðburðir eins og Norðurálsmótið væri ekki möguleiki án foreldra, sjálfboðaliða og félagsmanna.
Alls tóku um 1750 börn, 295 lið, þátt á Norðurálsmótið 2021, sem er met og gerir mótið eitt það fjölmennasta á Íslandi.
Einnig hélt félagið í fyrsta skipti vetrarmót í mars, Margt Smátt mótið, þar tóku þátt um 450 börn í 6. og 7.flokki, tókst það vel til og verður haldið aftur á næsta ári.
Við þökkum öllum sem komu að yngri flokka starfinu á liðnu fótboltaári.
Áfram ÍA
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is