






Byggingarfélagið Upprisa ehf og Hlöllabátar ehf. sem rekur samnefnda skyndibitakeðju, Barion matbari og Minigarðinn, gerðu í dag þriggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA. Samningurinn er sá stærsti sem félagið hefur gert á þessu ári og verða Upprisa og Barion saman einn helsti samstarfsaðili félagsins næstu árin. Öflugur stuðningur þessara fyrirtækja verður einkar mikilvægur styrkur við uppeldis- og afreksstarf ÍA. Merki Barion og Upprisu verða á búningi félagsins sem og áberandi á Norðurálsvelli.
,,Það er mér sönn ánægja að stuðla að samstarfi við Knattspyrnufélag ÍA og styrkja við mikilvægt starf félagsins. Knattspyrnustarfið á Akranesi er einstakt og sem Skagamanni er mér vel kunnugt um samfélagslegt gildi þess. Við sáum það frá fyrstu hendi þegar margir Skagamenn heimsóttu okkur á Barion Mosó síðasta laugardag eftir stórleik síðustu umferðar Íslandsmótsins. Við hlökkum til gefandi og skemmtilegs samstarfs,“ sagði stjórnarformaður og stofnandi Hlöllabáta ehf, Óli Valur Steindórsson, við undirritun samningsins en hann er einnig stjórnarformaður Byggingarfélagsins Upprisu.
Við sama tækifæri sagði Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA: ,,Metnaður ÍA er ávallt að vera í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu. Samningurinn við Byggingarfélagið Upprisu er stór fyrir félagið og gerir okkur kleift að efla enn frekar starfsemina. Það er því með mikilli ánægju sem við bjóðum Barion og Byggingarfélagið Upprisu velkomin til leiks með stuðningi við knattspyrnuna á Akranesi.“
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is