Árleg líðanakönnun Knattspyrnufélags ÍA fyrir yngri flokka
félagsins var framkvæmd í apríl s.l. Alls svöruðu 146 af 450 iðkendum í 2.-
7.flokks. Um var að ræða nokkrar spurningar er varða almenna líðan fyrir, á
meðan og á eftir æfingar ásamt spurningar um þjálfara og samskipti.
KFÍA leggur ríka áherslu á að öllum líði vel í leik og starfi innan félagsins. Þessi könnun er hluti af forvörnum KFÍA. Tilgangurinn er að skoða líðan og ánægju iðkenda og bregðast við þar sem þörf er á. Unnið er með niðurstöður hjá Barna- og unglingaráði og þjálfurum hvers flokks fyrir sig og brugðist við eftir þörfum.
Hér eru nokkrir punktar úr könnuninni:
87% iðkenda sem svara könnuninni líður að öllu jöfnu vel fyrir æfingar
93% iðkenda sem svara könnuninni þykja þjálfarar koma vel fram við sig
86% iðkenda sem svara könnuninni þykja upplýsingaflæðið vera að öllu jöfnu gott
97% iðkenda sem svara könnuninni hlakka alltaf/oftast að mæta á æfingar
80% iðkenda sem svara könnuninni þykja samskiptin vera að öllu jöfnu góð
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is