






Knattspyrnufélag ÍA hefur ráðið Jón Þór Hauksson sem þjálfara meistaraflokks karla til næstu þriggja ára. Jón Þór þekkir starfsemi félagins vel og er kunnugt um þær áherslur sem knattspyrnustarfið á Akranesi byggir á. Það er félaginu sönn ánægja að endurnýja samstarf við Jón Þór og mikið gleðiefni að fá hann aftur heim á Skagann.
Jón Þór starfaði síðast fyrir knattspyrnufélagið árið 2017, þá sem aðstoðarþjálfari og yfirþjálfari. Hann hefur síðan öðlast mikla reynslu sem nýtist vel í starfi sem þjálfari meistaraflokks karla hjá ÍA.
„Við Skagamenn erum mjög ánægð að fá Jón Þór til að taka við liðinu. Við viljum þakka Vestra fyrir að heimila ÍA að ráða Jón Þór til starfa og gerum okkur grein fyrir að hann var í áhugaverðu starfi á Ísafirði. Jón Þór þekkir okkar starf og áherslur vel. Við erum sannfærð um að hann er sá þjálfari sem leiðir okkur á sigurbraut og kemur ÍA í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu. Það er stutt í mót, en Jón Þór gengur að góðu búi, félagið er vel rekið og fagfólk í öllum stöðum. Ég hlakka mikið til komandi sumars.“, segir Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA.
„ Ég vil byrja á því að þakka Vestra fyrir sýndan skilning og að gefa mér kost á að taka við mínu uppeldisfélagi. ÍA er félag sem allir vilja leiða og ég er stoltur af því að stjórn félagsins leitaði til mín. Framtíð knattspyrnunnar á Akranesi er björt, margar stjörnur íslenskrar knattspyrnu koma frá Akranesi og efniviðurinn er góður. Ég tek við öflugum og vel þjálfuðum leikmannahópi. Mér til aðstoðar hjá félaginu er til staðar teymi reynsumikilla og vel menntaðra þjálfara og ég hlakka til samtarfsins. Mitt fyrsta verk verður að hitta samtarfsfólk og leikmannahópinn til að kynna mínar áherslur. “ segir Jón Þór Hauksson, þjálfari meistaraflokks ÍA í knattspyrnu karla.
Framundan
eru spennandi tímar í knattspyrnunni á Akranesi þar sem byggt verður á gildum
félagsins en þau eru metnaður, vinnusemi, þrautseigja, virðing og agi.
ÁFRAM ÍA
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is