Eyjólfur Vilberg Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA (KFÍA) og tekur hann við starfinu af Geir Þorsteinssyni. Eyjólfur hefur víðtæka reynslu á sviði stjórnunar, fjármála, reksturs og félagsmála en hann hefur komið að knattspyrnuþjálfun yngri flokka og hefur verið að sækja réttindi sem þjálfari. Eyjólfur starfaði sem sparisjóðsstjóri Suður- Þingeyinga fram undir síðari hluta síðasta árs. Hann þekkir vel til Vesturlands þar sem hann bjó á Hvanneyri og starfaði bæði sem svæðis- og útibússtjóri og forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá Arion banka í Borgarnesi á árunum 2009 – 2019. Hann og hefur einnig verið í eigin rekstri hjá félagi sínu Krosshús ehf, við ráðgjöf til fyrirtækja um fjármál og fjárfestingar, ásamt sölu og ráðgjöf vegna fasteignaviðskipta. Eyjólfur er með M.Sc. gráðu í fjárfestingarstjórnun frá Háskólanum í Reykjavík (2009) auk menntunar í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands (2002). Hann hefur auk þess lokið námi til löggildingar fasteigna- og skipasala, skipstjórnarprófi og réttinda vélavarðar smábáta til viðbótar við réttindi til knattspyrnuþjálfunar.
Stjórn KFÍA vill þakka Geir Þorsteinssyni fyrir hans góða starf fyrir félagið og óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi.
Akranesi, 9. mars 2023
Stjórn Knattspyrnufélags ÍA
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is