






Aðalfundur
Knattspyrnufélags ÍA var haldinn fimmtudaginn 18. febrúar síðastliðinn.
Á fundinn mættu 20 manns eins og sóttvarnarreglur heimiliðu en þar með var
fundurinn löglegur.
Fundurinn var sýndur beint á ÍA TV og þar horfðu 275 manns á fundinn.
Formannsskipti urðu hjá félaginu, Magnús Guðmundsson, gaf ekki aftur kost á sér
eftir 7 ára starf og Eggert Herbertsson var kjörinn formaður.
Fleiri breytingar urðu á stjórn félagsins þar sem Áslaug Ragna Ákadóttir og
Pálmi Haraldsson gáfu ekki aftur kost á sér til áframhaldandi starfa og í
þeirra stað komu Brandur Sigurjónsson og Lára Dóra Valdimarsdóttir.
Einnig varð breyting í stjórn barna- og unglingaráðs, þar hætti Rannveig Björk
Guðjónsdóttir og í hennar stað kom Ívar Orri Kristjánsson.
Knattspyrnufélag ÍA vill þakka þessu frábæra fólki sem gaf ekki kost á sér
fyrir þeirra mikilvægu störf fyrir félagið og býður um leið nýtt fólk velkomið
til starfa.
Fundargerð aðalfundar má finna hér.
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is