Á sigurslóð er glæsileg heimasíða sem fór í loftið 15. september síðastliðinn. Á síðunni er hægt að nálgast yfirgripsmikinn fróðleik um sögu Knattspyrnufélagsins ÍA og óhætt er að fullyrða að ekkert annað félag hér á landi er með jafn yfirgripsmikla sögu sem er svona aðgengileg almenningi.
Á síðunni stendur meðal annars:
"Á sigurslóð er heimasíða um knattspyrnuna á Akranesi, þar sem upplýsingum og sögumolum um leikmenn og viðburði liðinna áratuga er safnað saman á einn stað. Saga þessarar alþýðumenningar er samfélaginu á Akranesi mikilvæg. Hún er hluti af sögu bæjarfélagsins, ímyndar þess og orðspors, en um leið hluti af sjálfsmynd íbúanna og minning um einstaklinga, fjölskyldur og viðburði sem mikilvægt er að halda í heiðri. Merk saga styður við ímynd samfélagsins og gerir það áhugavert fyrir þá sem þar búa eða vilja þangað flytja. Síðan er nútímaleg með áhugaverðu efni og ætlað að ná til fólks á öllum aldri. Með því að gera söguna aðgengilega er opnaður gluggi á leikmenn fortíðar og þann bæjarbrag sem knattspyrnan hafði sterk áhrif á."
Við óskum feðgunum Jóni Gunnlaugssyni og Stefáni Jónssyni kærlega til hamingju með áfangann. Jón byrjaði fyrir áratugum þegar hann var ungur leikmaður ÍA að safna saman heimildum sem varða félagið. Eyddi hann meðal annars löngum stundum inn á Þjóðskjalasafninu að leita að gömlum heimildum varðandi félagið. Þessi brennandi áhugi smitaðist yfir í Stefán Jónsson sem að hefur komið að miklum krafti inn í starfið með föður sínum. Þeir hafa fengið mikinn og góðan stuðning frá ýmsum aðilum í að finna gamlar heimildir og myndir.
Knattspyrnufélagið ÍA mun ávallt standa í mikilli þakkarskuld þá féðga og alla þá sem lögðu þeim lið í þessari löngu vegferð þeirra sem er að verða okkur aðgengileg heim í stofu með vefsíðunni Á sigurslóð.
Hér er slóð yfir á síðuna: www.asigurslod.is
Ingimar Elí Hlynsson
Framkvæmdastjóri
Sími: 620 2870
ingimarh@ia.is
Páll Guðmundur Ásgeirsson
Skrifstofu-og verkefnastjóri KFÍA
Sími: 858 7361
palli@ia.is
Sverrir Mar Smárason
Sölu- og markaðsstjóri KFÍA
Sími: 897 6153
sverrir@ia.is