Á Sigurslóð

Páll Ásgeirsson • September 19, 2023

Ný heimasíða opnaði 15. september

Á sigurslóð er glæsileg heimasíða sem fór í loftið 15. september síðastliðinn. Á síðunni er hægt að nálgast yfirgripsmikinn fróðleik um sögu Knattspyrnufélagsins ÍA og óhætt er að fullyrða að ekkert annað félag hér á landi er með jafn yfirgripsmikla sögu sem er svona aðgengileg almenningi.


Á síðunni stendur meðal annars:
"Á sigurslóð er heimasíða um knattspyrnuna á Akranesi, þar sem upplýsingum og sögumolum um leikmenn og viðburði liðinna áratuga er safnað saman á einn stað. Saga þessarar alþýðumenningar er samfélaginu á Akranesi mikilvæg. Hún er hluti af sögu bæjarfélagsins, ímyndar þess og orðspors, en um leið hluti af sjálfsmynd íbúanna og minning um einstaklinga, fjölskyldur og viðburði sem mikilvægt er að halda í heiðri. Merk saga styður við ímynd samfélagsins og gerir það áhugavert fyrir þá sem þar búa eða vilja þangað flytja. Síðan er nútímaleg með áhugaverðu efni og ætlað að ná til fólks á öllum aldri. Með því að gera söguna aðgengilega er opnaður gluggi á leikmenn fortíðar og þann bæjarbrag sem knattspyrnan hafði sterk áhrif á."

Við óskum feðgunum Jóni Gunnlaugssyni og Stefáni Jónssyni kærlega til hamingju með áfangann. Jón byrjaði fyrir áratugum þegar hann var ungur leikmaður ÍA að safna saman heimildum sem varða félagið. Eyddi hann meðal annars löngum stundum inn á Þjóðskjalasafninu að leita að gömlum heimildum varðandi félagið. Þessi brennandi áhugi smitaðist yfir í Stefán Jónsson sem að hefur komið að miklum krafti inn í starfið með föður sínum. Þeir hafa fengið mikinn og góðan stuðning frá ýmsum aðilum í að finna gamlar heimildir og myndir.

Knattspyrnufélagið ÍA mun ávallt standa í mikilli þakkarskuld þá féðga og alla þá sem lögðu þeim lið í þessari löngu vegferð þeirra sem er að verða okkur aðgengileg heim í stofu með vefsíðunni Á sigurslóð.

Hér er slóð yfir á síðuna: www.asigurslod.is

By Sverrir Már Smárason November 12, 2025
Fyrri hluti aðalfundar KFÍA fyrir árið 2025 fór fram í gær, 11. nóvember. Fín mæting var á fundinn þar sem dagskrá var eftirfarandi: - Kosning fundarstjóra og fundarritara​ - Farið yfir helstu lykiltölur og lýsandi tölfræði sumarsins í innra og ytra starfi félagsins​ - Kosning þriggja manna í barna- og unglingaráð til tveggja ára sömu ár og formaðurráðsins er kosinn, en þriggja manna þau ár sem formaður ráðsins er ekki kosinn.​ - Þjálfarar meistaraflokka gera upp ný yfirstaðið tímabil​ - Formaður barna- og unglingaráðs fer yfir starf og árangur yngri flokka sumarsins og framkvæmd Norðurálsmótsins​ - Önnur mál. Breytingar verða á stjórn Barna- og unglingaráðs. Þar kveðja Örn Arnarson og Aðalheiður Rósa Harðardóttir. KFÍA þakkar þeim kærlega fyrir samstarfið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins. Í stað þeirra koma inn í ráðið Laufey Jóhannsdóttir og Svava Mjöll Viðarsdóttir. Barna- og unglingaráð félagsins: Anna María Þórðardóttir – formaður Arna Björk Ómarsdóttir, ritari Almar Viðarsson Eggert Kári Karlsson Laufey Jóhannsdóttir Ólafur Valur Valdimarsson Svava Mjöll Viðarsdóttir Aðalstjórn félagsins helst óbreytt og er eftirfarandi: Eggert Herbertsson – formaður Linda Dagmar Hallfreðsdóttir - varaformaður Lilja Gunnarsdóttir - ritari Anna María Þórðardóttir – formaður Barna- og unglingaráðs Ármann Smári Björnsson Ellert Jón Björnsson Jóhannes H. Smárason Lára Dóra Valdimarsdóttir Sturlaugur Haraldsson  Að auki fékk Ingi Þór Sigurðsson viðurkenningu fyrir að hafa leikið 100 leiki fyrir félagið en hann náði þeim áfanga á tímabilinu.
By Sverrir Már Smárason October 21, 2025
Þriðjudaginn 11. nóvember kl. 20:00
By Sverrir Már Smárason May 29, 2025
Sumartafla KFÍA tekur gildi 10. júní og sumarstarfið fer á fullt!
By Páll Guðmundur Ásgeirsson April 25, 2025
Félagsfundur um vallarmál KFÍA á Jaðarsbökkum. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í febrúar síðastliðnum var samþykkt að boða til sérstaks félagsfundar um vallarmál KFÍA á Jaðarsbökkum. Fundurinn verður haldinn í hátíðarsalnum á Jaðarsbökkum, þriðjudaginn 29. apríl kl. 18:00. Dagskrá fundar: 1. Ávarp stjórnar KFÍA 2. Ávarp formanns bæjarráðs 3. Samantekt áhugahóps um íþróttasvæðið á Jaðarsbökkum. 4. Umræður og fyrirspurnir
By Sverrir Már Smárason February 20, 2025
Friðþjófur Helgason, Magnea Guðlaugsdóttir og Halldór Fr. Jónsson.
By Ingimar Elí Hlynsson February 13, 2025
Aðalfundur Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn mánudaginn 17. febrúar nk. kl. 20:00 í fundarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Dagskrá verður skv. 8. grein laga félagsins sem finna má á heimasíðunni. Stjórn Knattspyrnufélags ÍA samþykkti ársreikning félagsins á stjórnarfundi 11. febrúar sl. og má finna slóð á hann hér að neðan. Ársreikningurinn verður borinn upp til samþykktar á aðalfundi sem og meðfylgjandi rekstraráætlun fyrir árið 2025. Þá er einnig birt ársskýrsla Knattspyrnufélags ÍA fyrir starfsárið 2024. Ársskýrsla 2024 Ársreikningur 2024 til samþykktar á aðalfundi Rekstraráætlun 2025
By Sverrir Már Smárason February 5, 2025
Mánudaginn 17. febrúar nk. kl. 20 í hátíðarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum
By Páll Guðmundur Ásgeirsson January 8, 2025
Hér að neðan sjást vinningsnúmer í Happdrættinu
By Páll Guðmundur Ásgeirsson December 16, 2024
Jólahappdrætti Knattspyrnufélags ÍA er farið af stað! Sögulegt verðmæti vinninga er 2.704.398kr. Samtals verður dregið um 60 vinninga, 30 frábærir stakir vinningar og 30 veglegir pakkavinningar. Miðinn kostar litlar 2.500 kr og það er til mikils að vinna. Dregið úr seldum miðum á þrettándanum, 6. Janúar 2025. Við þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn. Áfram ÍA Hér má sjá uppfærða vinningaskrá!
By Páll Guðmundur Ásgeirsson October 29, 2024
Á aðalfundi félagsins í febrúar var tekin ákvörðun um að halda aðalfund í tvennu lagi, fyrri hluta aðalfundar fyrir 15. nóvember ár hvert og síðari hluta aðalfundar fyrir 20. febrúar ár hvert. Fyrri hluti aðalfundar Knattspyrnufélags ÍA verður haldinn miðvikudaginn 13. nóvember nk. kl. 20 í fundarsalnum í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum. Dagskrá verður skv. 8. grein laga félagsins sem má sjá á heimasíðu félagsins og er þessi: Kosning fundarstjóra og fundarritara​ Farið yfir helstu lykiltölur og lýsandi tölfræði sumarsins í innra og ytra starfi félagsins​ Kosning formanns stjórnar (annað hvert ár).​ (Kosning í ár) Kosning fjögurra manna í stjórn til tveggja ára sömu ár og formaður stjórnar er kosinn ,en þriggja manna auk formanns barna- og unglingaráðs þau ár sem formaður stjórnar er ekki kosinn.​ (Kosið um fjóra í stjórn og um formann barna- og unglingaráðs þar sem formaður er að taka við stöðu framkvæmdastjóra félagsins) Kosning formanns barna- og unglingaráðs (annað hvert ár).​ Kosning þriggja manna í barna- og unglingaráð til tveggja ára sömu ár og formaðurráðsins er kosinn, en þriggja manna þau ár sem formaður ráðsins er ekki kosinn. ​ (kosið um þrjá í ráðið, eingöngu verið að kjósa formann vegna breytinga) Þjálfarar meistaraflokka gera upp ný yfirstaðið tímabil​ Formaður barna- og unglingaráðs/Yfirþjálfari yngriflokka fer yfir starf og árangur yngri flokka sumarsins og framkvæmd Norðurálsmótsins​ Önnur mál.​ Að loknum fyrri hluta aðalfundar skal aðalfundi frestað til síðari hluta hans.
Show More