Tori framlengir við ÍA

Tori Ornela markmaður frá Bandaríkjunum hefur skrifað undir nýjan samning við Knattspyrnufélag ÍA sem gildir út tímabilið 2019.

Tori er 26 ára gömul og spilaði með Haukum í Pepsí-deild kvenna sumarið 2017 áður en hún gekk til liðs við ÍA. Hún er spennt fyrir komandi tímabili og gríðarlega ánægð með að framlengja samning sinn við ÍA.