Skagamenn fá Þrótt í heimsókn í síðasta leik tímabilsins

Meistaraflokkur karla fær Þrótt R í heimsókn í 22. og síðustu umferð Inkasso-deildarinnar á morgun, laugardag. Leikurinn fer fram á Norðurálsvellinum og hefst kl. 16:00. ATHUGIÐ BREYTTAN LEIKTÍMA.

ÍA er búið að tryggja sér sæti í Pepsi-deildinni á nýjan leik en berst við HK um hvort liðið muni bera sigur úr býtum í Inkasso-deildinni. HK er í efsta sæti með 48 stig en ÍA er með 47 stig svo baráttan verður hörð um toppsætið. Á sama tíma er Þróttur í fimmta sæti deildarinnar og hefur að litlu að keppa.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta á völlinn á morgun og styðja strákana til sigurs gegn Þrótturum.