Sigur í fyrsta leik í Lengjubikarnum 2017

ÍA sigraði Víkinga frá Ólafsvík 3-2 í fyrsta leik liðanna í Lengjubikar karla 2017. Allir leikmenn í 18 manna leikmannahópi ÍA eru uppaldir í félaginu.

Hallur Flosason kom ÍA yfir í byrjun leiks eftir góðan undirbúning frá Arnóri Sigurðssyni en í síðari hálfleik skoraði Guðmundur Steinn Hafsteinsson tvívegis fyrir Víkinga og kom þeim yfir. Hafþór Pétursson jafnaði metin í 2-2 eftir stoðsendingu frá Tryggva Hrafni Haraldssyni þegar tíu mínútur lifðu leiks.

Það var svo varamaðurinn Ragnar Már Lárusson sem skoraði sigurmark ÍA þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma eftir sendingu frá öðrum varamanni Hilmari Halldórssyni.

ÍA byrjar því Lengjubikarinn af krafti í ár og gaman verður að fylgjast með okkar ungu og efnilegu leikmönnum á vellinum í sumar.

ÍA 3-2 Víkingur Ó.
1-0 Hallur Flosason (´3)
1-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (´49)
1-2 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (´60)
2-2 Hafþór Pétursson (´80)
3-2 Ragnar Már Lárusson (´84)