Samningar gerðir við unga leikmenn KFÍA

KFÍA gerði í dag leikmannasamninga við þrjá unga og efnilega leikmenn yngri flokka félagsins sem hafa staðið sig vel í sumar. Þeir Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Ísak Örn Elvarsson gerðu allir tveggja ára samninga við KFÍA.

Við óskum þessum ungu og upprennandi leikmönnum til hamingju með samningana.

 

Við undirritun samninganna voru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari mfl kk, Ísak Örn Elvarsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Magnús Guðmundsson formaður stjórnar KFÍA.