Sameiginleg rúta í jarðaför Sigurðar Lárussonar þann 15. janúar

Vinir og samferðamenn Sigurðar Lárussonar knattspyrnukappa hyggjast fylgja honum síðasta spölinn, en útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 15. janúar nk. Vegna þessa stendur Knattspyrnfuélag ÍA fyrir rútuferð til Akureyrar og til baka.

Vegna verðurs viljum við hafa góðan tíma á leiðinni norður og leggja snemma af stað. Ef veðurútlit verður slæmt þegar nær dregur breytast kannski plön.

Farið verður frá Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum kl. 6.00 og gert er ráð fyrir að leggja af stað til baka frá Akureyri ca. 16.00-17.00. Áætluð koma á Akranes er 5-7 tímum síðar fer eftir færð.

Knattspyrnfuélag ÍA óskar eftir að fá upplýsingar um það hversu margir vilja fara í rútuferðina en gert er ráð fyrir að farið kosti á bilinu 5000 -7000 kr. á mann eftir því hversu margir skrá sig. Hafi þú áhuga á að vera með í rútunni óskum við eftir skráningu þinni á eftirfarandi slóð:

Skrá verður alla – sem ætla með í rútuna –

Knattspyrnufélag ÍA

Myndir þú hafa áhuga á að taka rútu til Akureyrar?

SKRÁÐU ÞIG HÉR