Óttar Bjarni semur við KFÍA

Óttar Bjarni Guðmundsson var rétt í þessu að skrifa undir tveggja ára samning við Knattspyrnufélag ÍA. Óttar er fæddur árið 1990 og er uppalinn hjá Leikni Reykjavík. Hann kemur til ÍA frá Stjörnunni en hann hefur verið þar frá árinu 2016.

Óttar spilar sem varnarmaður og er Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari meistaraflokks karla, mjög spenntur fyrir þeirri viðbót sem Óttar er í leikmannahóp ÍA. Jóhannes Karl telur að Óttar eigi eftir að koma sterkur inn í þeirri baráttu sem framundan er í Pepsi-deildinni næsta sumar, en hann er mjög reynslumikill leikmaður með yfir 200 leiki í meistaraflokk.

Við bjóðum Óttar Bjarna velkomin til ÍA!