Nokkrir Skagamenn spiluðu með U21 árs landsliðinu í riðlakeppni EM 2019

Nú er nýlokið þátttöku U21 árs landsliði karla í riðlakeppni EM 2019 en landsliðið endaði í fjórða sæti síns riðils með 11 stig í 10 leikjum. Landsliðsþjálfari U21 árs er Eyjólfur Sverrisson.

Fjórir Skagamenn tóku þátt í riðlakeppni EM 2019 með U21 árs landsliðinu en það voru Tryggvi Hrafn Haraldsson sem spilaði níu leiki, Arnór Sigurðsson sem spilaði fjóra leiki og skoraði eitt mark og Hörður Ingi Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson sem spiluðu einn leik hvor. Þess má sérstaklega geta að Stefán Teitur spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landsliðið á móti Spánverjum sem spilaður var í þessari viku.

Við óskum strákunum til hamingju með ágæta frammistöðu með U21 árs landsliðinu í riðlakeppninni.

Stefán Teitur Þórðarson spilaði sinn fyrsta leik fyrir U21 árs landslið karla gegn Spáni í vikunni