Næsta vika í boltanum

Laugardagur 11. mars

5. flokkur kvenna mætir Breiðablik 3 í Fífunni kl. 9:00 í Faxaflóamótinu. Hvort lið um sig hefur aðeins leikið einn leik, heimamenn gerðu jafntefli í fyrsta leik en Skagastúlkur eiga eitt tap að baki.

2. flokkur karla ÍA/Kári mætir Breiðabliki í Fífunni í Faxaflóamótinu. A-liðin leika kl. 11:35. Gera má ráð fyrir hörkuleik enda um toppslag að ræða. B-liðin mætast svo í kjölfarið, kl. 13:20. Liðin eru jöfn að stigum fyrir leikinn svo einnig má gera ráð fyrir harðri keppni í þessum leik.

4. flokkur kvenna ÍA/Skallagrímur spilar æfingaleiki hér í Höllinni gegn Fjölni, leikur A-liðanna verður kl. 17:00 og B-liðanna kl. 18:20.

Sunnudagur 12. mars

A-lið 3. flokks karla heimsækir Breiðablik í Fífuna kl. 18:00 í Faxaflóamótinu. Skagastrákar unnu sigur á Aftureldingu í síðasta leik og vonandi ná þeir að fylgja sigrinum eftir með því að eiga góðan leik á móti toppliðinu.

Í beinu framhaldi og á sama stað, kl. 20:10, mætir A-lið 3. flokks kvenna Breiðabliki/Augnabliki í Faxaflóamótinu. Fyrir leikinn er ÍA með eins stigs forskot á Kópavogsbúana sem eiga þó leik til góða.

Þriðjudagur 14. mars

2.flokkur kvenna á leik við HK/Víking sem var frestað um daginn vegna veðurs. Leikurinn verður á Víkingsvelli kl. 19:30.

Aðrir leikir í Akraneshöll

Eins og venjulega er töluvert af leikjum í Höllinni sem eru ekki á vegum ÍA, þessa helgina eru 4 leikir í Lengjubikar karla og 1 leikur í Lengjubikar kvenna:

  • Föstudaginn 10. mars kl. 20:00 mætast Snæfell/UDN og Mídas í Lengjubikar karla
  • Laugardaginn 11. mars kl. 15:00 mætast Víkingur Ó og Þór í Lengjubikar karla
  • Sunnudaginn 12. mars kl. 13:00 mætast Kormákur/Hvöt – Vatnaliljur í Lengjubikar karla
  • Sunnudaginn 12. mars kl. 15:00 mætast Vestri og Sindri í Lengjubikar karla
  • Sunnudaginn 12. mars kl. 17:00 mætast Fjölnir og Víkingur Ó í Lengjubikar kvenna

Áfram ÍA!