Meistaraflokkur kvenna á leik í Lengjubikarnum

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna taka á móti Haukum í fyrsta leik sínum í Lengjubikarnum, laugardaginn 4. mars kl. 13:00 hér í Akraneshöllinni.

Haukar unnu síðasta leik milli liðanna sem var í Borgunarbikarnum síðastliðið sumar en liðin hafa mæst 11 sinnum á síðustu 5 árum, þar af hefur ÍA unnið 9 leiki og markatalan er 31-9.

Við hvetjum alla með Skagahjarta til að mæta í Höllina og hvetja okkar stelpur til dáða.