Lokahóf yngri flokka KFÍA fór fram um helgina

Um nýliðna helgi fór fram lokahóf yngri flokka KFÍA í Akraneshöll. Lokahófið gekk afar vel fyrir sig og var góð stemning hjá iðkendum okkar og foreldrum þeirra á meðan því stóð.

Að venju voru engin einstaklingsverðlaun afhent í 6. og 7. flokki karla og kvenna heldur fengu allir iðkendur viðurkenningarskjal fyrir góða frammistöðu og ástundum í fyrra.

Í 5. flokki kvenna voru leikmenn ársins valdir Lilja Björk Unnarsdóttir, Kolfinna Eir Jónsdóttir og Birna Rún Þórólfsdóttir.

Í 5. flokki karla voru leikmenn ársins valdir Vignir Gauti Guðjónsson, Tómas Týr Tómasson og Guðbjarni Sigþórsson.

Í 4. flokki kvenna var Elvíra Agla Gunnarsdóttir talin hafa sýnt mestar framfarir, Ylfa Laxdal Unnarsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn og Marey Edda Helgadóttir var valin besti leikmaðurinn.

Í 4. flokki karla var Logi Már Hjaltested talinn hafa sýnt mestar framfarir, Haukur Andri Haraldsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Ólafur Haukur Arilíusson var valinn besti leikmaðurinn.

Í 3. flokki kvenna var Arndís Lilja Eggertsdóttir talin hafa sýnt mestar framfarir, Erla Karitas Jóhannesdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn og Dagný Halldórsdóttir var valin besti leikmaðurinn.

Í 3. flokki karla var Hilmar Elís Hilmarsson talinn hafa sýnt mestar framfarir, Ingi Þór Sigurðsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Árni Marinó Einarsson var valinn besti leikmaðurinn.

Stínubikarinn fékk að þessu sinni Anna Þóra Hannesdóttir og Donnabikarinn fékk Oliver Stefánsson.

Við óskum þeim til hamingju með sínar viðurkenningar og við þökkum öllum iðkendum okkar og foreldrum þeirra fyrir gott samstarf á tímabilinu sem er nýlokið.

 

Stínubikarinn fékk Anna Þóra Hannesdóttir og Donnabikarinn fékk Oliver Stefánsson 

Í 3. flokki karla var Ingi Þór Sigurðsson valinn efnilegasti leikmaðurinn og Árni Marinó Einarsson var valinn besti leikmaðurinn. Á myndina vantar Hilmar Elís Hilmarsson sem var talinn hafa sýnt mestar framfarir

Í 3. flokki kvenna var Arndís Lilja Eggertsdóttir talin hafa sýnt mestar framfarir, Erla Karitas Jóhannesdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn og Dagný Halldórsdóttir var valin besti leikmaðurinn

Í 4. flokki karla var Logi Már Hjaltested talinn hafa sýnt mestar framfarir, Haukur Andri Haraldsson var valinn efnilegasti leikmaðurinn og Ólafur Haukur Arilíusson var valinn besti leikmaðurinn

Í 4. flokki kvenna var Elvíra Agla Gunnarsdóttir talin hafa sýnt mestar framfarir, Ylfa Laxdal Unnarsdóttir var valin efnilegasti leikmaðurinn og Marey Edda Helgadóttir var valin besti leikmaðurinn

Í 5. flokki karla voru leikmenn ársins valdir Vignir Gauti Guðjónsson og Tómas Týr Tómasson. Á myndina vantar Guðbjarna Sigþórsson 

Í 5. flokki kvenna voru leikmenn ársins valdir Lilja Björk Unnarsdóttir, Kolfinna Eir Jónsdóttir og Birna Rún Þórólfsdóttir