Lokahóf yngri flokka KFÍA fer fram 16. september í Akraneshöll

Lokahóf yngri flokka KFÍA (3.fl.- 7.fl.) verður haldið í Akraneshöllinni sunnudaginn 16. september kl. 14.

Dagskráin verður með svipuðu sniði og síðustu ár. Í byrjun munu þjálfarar bjóða upp á ýmis konar knattþrautir sem iðkendur geta reynt við áður en farið verður í veitingu viðurkenninga vegna nýliðins tímabils.

Við bjóðum svo öllum okkar iðkendum upp á grillaðar pylsur og svala.

Iðkendur sem voru að færast upp úr 8. flokki eru velkomnir að taka þátt í dagskránni en viðurkenningar eru aðeins veittar fyrir iðkendur í 3.-7. flokki á því tímabili sem nú er að ljúka.