Lengjubikar kvenna: ÍA – Selfoss í Akraneshöll

Laugardaginn 11. mars kl. 13:00 tekur meistaraflokkur kvenna á móti Selfossi í öðrum leik liðanna í Lengjubikarnum. Í fyrstu umferðinni vann ÍA sannfærandi sigur á Haukum en Selfoss tapaði fyrir Fylki.

Þarna mætast liðin tvö sem féllu úr Pepsideildinni síðastliðið sumar og munu því mætast aftur í 1. deildinni í sumar. Skagastúlkur hafa nú ekki sótt örg stig til Selfyssinga síðustu ár, en unnu þó eftirminnilegan 2-1 sigur síðast þegar liðin mættust, á Selfossi nú í ágúst.

Við hvetjum alla Skagamenn til að mæta í Höllina og styðja við bakið á stelpunum.

Áfram ÍA!