Lengjubikar karla: Þór – ÍA

Strákarnir okkar í meistaraflokknum leggja land undir fót og heimsækja Þór á Akureyri í næsta leik sínum í Lengjubikarnum. Leikurinn fer fram í Boganum, laugardaginn 18. mars kl.18:00.

Liðin mættust síðast, í sömu keppni, í febrúar 2015 þar sem ÍA vann sigur með tveimur mörkum gegn einu. Það var þó aðeins annar ÍA sigurinn síðustu 10 ár (af 9 leikjum).

Nú er tækifærið fyrir Skagamenn á Norðurlandi og auðvitað þá sem eru á ferðinni að kíkja í Bogann og hvetja sína menn til dáða.

Áfram ÍA!