Leikmenn endurnýja samninga

Nú fyrir áramót hafa þrír leikmenn meistaraflokks karla og þrjár úr meistaflokk kvenna endurnýjað samninga sína við Knattspyrnufélag ÍA. Þetta eru frábærar fréttir til að enda nýja árið á og styrkir stöðu félagsins fyrir komandi verkefnum.

Um er að ræða þær Unni Ýr Haraldsdóttur, Heiðrún Söru Guðmundsdóttur og Fríðu Halldórsdóttur hjá meistaraflokk kvenna.

Hjá meistaraflokk karla voru það þeir Ólafur Valur Valdimarsson, Einar Logi Einarsson og Albert Hafsteinsson.

Við óskum þeim öllum til hamingju með endurnýjaða samninga og hlökkum til að vinna áfram með þeim á nýju ári.