Leikir helgarinnar hjá KFÍA

Viðburðarrík helgi er framundan hjá Knattspyrnufélagi Í.A.

Við byrjum helgina á leik meistaraflokks karla, en þeir taka á móti Íslandsmeisturum Vals kl.11:00 í Akraneshöll laugardagsmorgun.

Við endurtökum leikinn frá því í fyrra – við ætlum að vinna leikinn og styrkja vin okkar hann Kidda í erfiðum veikindum. Við hvetjum alla til að mæta og sýna samstöðu! Hægt verður að styrkja með ýmsum hætti á leiknum. Hér má nálgast frekari upplýsingar um leikinn: Styrkarleikur ÍA – Valur
Klukkan 13. á laugardaginn verður svo komið að 3.flokk kvenna, en þær munu taka á móti Gróttu. Því tilvalið fyrir knattspyrnuáhugafólk að nýta daginn vel og styðja stelpurnar áfram.
Á sunnudaginn mun svo Jólamót Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands vera haldið í Akraneshöll á milli 11:30 – 17:00. Mótið er haldið fyrir 7.flokk karla.
Einnig á sunnudag mun 2.flokkur karla heimsækja Keflavík og spilar A-lið klukkan 13:30 og B-lið klukkan 15:30.