Ísak Bergmann og Oliver tóku þátt í æfingaleik með FC Nordsjælland

Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson tóku þátt í æfingaleik með U18 ára liði FC Nordsjælland gegn Midtjylland í dag.

Strákarnir stóðu sig virkilega vel og gerði Ísak Bergmann þrennu og átti eina stoðsendingu í leik sem FC Nordsjælland vann sannfærandi 5-0. Oliver stóð svo fyrir sínu í vörn liðsins.

Oliver Stefánsson og Ísak Bergmann Jóhannesson