Ísak Bergmann og Oliver til reynslu hjá Norrköping

Í gær héldu Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson til Norrköping í Svíþjóð þar sem þeir æfa með aðalliði félagsins næstu daga. Ísak og Oliver hafa verið að vekja mikla athygli, bæði fyrir frábæran árangur með yngri flokkum ÍA, en líka með yngri landsliðum Íslands.

Þess má geta að þeir spiluðu báðir mjög stór hlutverk í því að U17 ára landslið okkar komst áfram í milliriðil fyrir undankeppni EM 2019. Í þeim þrem leikjum sem Ísland spilaði skoraði Ísak Bergmann 5 mörk, en Oliver bar fyrirliðaband Íslands.

Þetta er frábær árangur hjá okkur ungu Skagamönnum og dugnaður þeirra greinilega að skila sér.