Ísak Bergmann og Oliver á reynslu hjá FC Nordsjælland

Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson eru þessa dagana á reynslu hjá FC Nordsjælland í Danmörku. Þeir verða við æfingar hjá liðinu í viku og koma heim á föstudaginn.

FC Nordsjælland óskaði eftir því að fá þá á reynslu, en þetta félag er í efstu deild í Danmörku og með mjög góða unglingaakademíu. Þess má einnig geta að þetta er yngsta liðið í efstu deildinni í Danmörku.