Iain Williamson hættir vegna meiðsla

Miðjumaðurinn Iain Williamson hefur neyðst til að hætta knattspyrnuiðkun sökum þrálátra meiðsla í mjöðm sem hafa verið hrjá hann undanfarin ár.  Iain kom til ÍA frá Víkingi Reykjavík í byrjun tímabilsins í fyrra, lék 20 leiki og var mikilvægur hlekkur í miðjuspili liðsins. Eftir tímabilið samdi hann við félagið út þessa leiktíð en mjaðmameiðslin hafa ágerst og samkvæmt læknisráði hefur hann tekið þessa ákvörðun.

Yfirlýsing Iain Williamson:

“Eftir ellefu ár í atvinnumennsku verð ég því miður að leggja skóna á hilluna.

Ég vonaðist til að halda áfram að spila fyrir ÍA og byggja ofan á góðan árangur sem við náðum á síðasta tímabili. Ég hef verið að kljást við meiðsli í mjöðm síðustu ár og farið í tvær aðgerðir vegna þess. Þrátt fyrir það hafa meiðslin haldið áfram að plaga mig og upp á síðkastið hafa verkirnir verið óbærilegir.

Ég vil þakka Knattspyrnufélagi ÍA fyrir stuðninginn og vil óska Gulla og liðinu alls hins besta í framtíðinni. Ég hef notið þess að spila knattspyrnu á Íslandi síðustu fimm ár og verð alltaf þakklátur fyrir þennan tíma.”

Knattspyrnufélag ÍA þakkar Iain Williamson fyrir sitt framlag á síðasta ári og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.