ÍA tekur á móti ÍR í Inkasso-deild kvenna í Akraneshöll vegna veðurs

Meistaraflokkur kvenna tekur á móti ÍR í fyrsta heimaleik sumarsins í Inkasso-deildinni á morgun, fimmtudag. Leikurinn hefst kl. 20:15 og fer fram í Akraneshöll vegna veðurs.

Skagastelpur byrjuðu tímabilið á góðum útisigri á liði Hauka og núna eru það ÍR-ingar sem koma í heimsókn en þeim var spáð um miðja deild í spám fyrir tímabilið. Ljóst er þó að hvorugt liðið mun gefa neitt eftir og því verður vafalaust um hörkuleik að ræða.

Við hvetjum Skagamenn til að fjölmenna á fyrsta heimaleik sumarsins á morgun og styðja stelpurnar til sigurs gegn ÍR.

 

Hér er linkur til að kjósa mann leiksins (hjá heimamönnum)  #ÁframÍA