ÍA mætir Kára í æfingaleik í Akraneshöll

Meistaraflokkur karla mætir Kára í æfingaleik á morgun, laugardaginn 20. janúar. Leikurinn fer fram í Akraneshöll og hefst kl. 11. Hér er um kjörið tækifæri að ræða að sjá unga og efnilega leikmenn ÍA mæta liði Kára, sem mun hefja leik í 2. deild í sumar í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta á leikinn og styðja við bakið á þessum tveimur Skagaliðum.