Hörður Ingi og Stefán Teitur valdir í U21

Hörður Ingi Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson hafa verið valdir í U21 landslið karla sem keppir á móti í Kína núna í nóvember. Liðið mætir þar Kína, Mexíkó og Tælandi, en mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni EM 2021 sem hefst á næsta ári.

KSÍ þáði boð Kínverska knattspyrnusambandsins um þáttöku á mótinu og fer það fram í Chongqing. Allir leikirnir fara fram á Wanzhou Sport Center vellinum.

Hörður Ingi Gunnarsson

Stefán Teitur Þórðarson