Helgin framundan

Meistaraflokkarnir okkar eiga ekki leiki nú um helgina en það þýðir að sjálfsögðu ekki að hér ríki einhver ládeyða.

 

Á morgun, laugardag, tekur 2. flokkur karla hjá ÍA/Kára á móti Breiðabliki í Faxaflóamóti, en sá leikur hefst kl. 15:00. Í beinu framhaldi, eða kl. 17:00, verður svo leikur Kára og Tindastóls í Lengjubikarnum.

 

Á sunnudaginn verður KSÍ með þjálfaranámskeið í Akraneshöllinni stóran hlut úr deginum, en einnig verður leikur hjá 4. flokki karla. Leikið verður í 8 manna liðum gegn Stjörnunni kl. 12:30.

 

Það má einnig geta þess að A og B lið 4. flokks karla eiga útileiki gegn Stjörnunni á laugardag og 3. flokkur karla, A og B lið, útileiki gegn FH á sunnudag.

 

Áfram ÍA (og Kári)