Hákon Haraldsson á reynslu hjá Brøndby IF

Hákon Haraldsson var boðaður til reynslu hjá Brøndby IF frá 19.nóvember til 23.nóvember. Þetta skal vera annað skiptið sem Brøndby IF óskar eftir því að fá Hákon til sín. Hann æfir með unglingaliði þeirra og spilaði í gær einn leik með U16 liði þeirra á móti Nordjsælland, en leikurinn endaði með 5-1 sigri Brøndby IF.

Hákon gerði 4 mörk í þeim leik og var með eina stoðsendingu svo segja má að hann hafi verið allt í öllu. Hann er fæddur árið 2003 og greinilegt að hann hefur framtíðina fyrir sér.

Við viljum óska Hákoni til hamingju með árangurinn og velgengnina í leiknum í gær.