Fríða Halldórsdóttir valin á úrtaksæfingar hjá U19

Fríða Halldórsdóttir hefur verið valin til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram 14. – 15. desember undir stjórn Þórðar Þórðarsonar, þjálfara U19 landsliðs Íslands.

Dagskrá:

Föstudagur 14. desember – mæting kl: 21:00 – æfing kl: 21:25-22:40 Mælingar (Kórinn)

Laugardagur 15. desember – mæting í rútu á KSÍ kl: 08:00 – æfing kl: 09:00-11:00 (Akaneshöll)