Fríða Halldórsdóttir valin á úrtaksæfingar hjá U19 kvenna

Fríða Halldórsdóttir var valin til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U19 liðs kvenna. Æfingarnar fara fram 9. – 11.  nóvember undir stjórn Þórðar Þórðarsonar, þjálfara U19 landsliðs Íslands. Þess má jafnframt geta að Bergdís Fanney Einarsdóttir, sem nýlega gekk í raðir Vals, var einnig valin í hópinn.

Æfingarnar fara fram í Kórnum og Egilshöll.