Fleiri Skagastelpur á úrtaksæfingum U16

Eins og við höfum áður sagt frá verða haldnar úrtaksæfingar U16 ára landsliðs kvenna helgina 17.-19. mars.

 

Nú hafa þær Erla Karitas Jóhannesdóttir, Selma Dögg Þorsteinsdóttir og Sigrún Eva Sigurðardóttir einnig verið boðaðar til þátttöku í æfingunum, til viðbótar við þær Ástu Maríu og Katrínu Maríu.

 

Við óskum stelpunum til hamingju með valið.

 

Sigrún Eva Sigurðardóttir

 

Selma Dögg Þorsteinsdóttir

 

Erla Karitas Jóhannesdóttir