Bjarki Steinn, Hörður Ingi og Stefán Teitur valdir á úrtaksæfingar hjá U21

Bjarki Steinn Bjarkason, Hörður Ingi Gunnarsson og Stefán Teitur Þórðarson voru valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U21 liðs karla.

Æfingarnar fara fram 16. – 17.  febrúar undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, þjálfara U21 landsliðs Íslands, og Eiðs Smára Guðjohnsen aðstoðarþjálfara.