Bergdís Fanney valin í landsliðið

Bergdís Fanney Einarsdóttir hefur verið valin í landsliðshóp U17 kvenna sem mun leika tvo æfingaleiki gegn Austurríki þar ytra 7. og 9. mars næstkomandi.

Bergdís Fanney lék alls 10 landsleiki með U17 á árinu 2016 of skoraði í þeim tvö mörk. Þar fyrir utan tók hún þátt í 37 leikjum fyrir ÍA með 3. flokki, 2. flokki og meistaraflokki, þar af voru 15 leikir í Pepsideild kvenna.

Við óskum henni til hamingju með valið og góðs gengis í ferðinni.