Bergdís Fanney spilaði með U19 landsliði kvenna í undankeppni EM 2019

Fyrir skömmu lék Bergdís Fanney Einarsdóttir með U19 ára landsliði kvenna í undankeppni EM 2019. Leiknir voru þrír leikir við Belgíu, Wales og Armeníu og gerðu íslensku stelpurnar sér lítið fyrir og unnu riðilinn með fullu húsi stiga.

Bergdís Fanney lék alla þrjá leikina með landsliðinu og skoraði eitt gott mark, gegn Armenum. Var frammistaða hennar mjög góð í leikjunum sem og spilamennska allra leikmanna liðsins. Þar með er U19 ára landslið kvenna komið áfram í milliriðla.

Til gamans má nefna að Bergdís hefur spilað 25 landsleiki og skorað 6 mörk með U17 og U19 landsliðum kvenna. Við óskum Bergdísi Fanneyju til hamingju með góða frammistöðu í landsleikjunum sem og spilamennskuna í sumar.