Bergdís Fanney hefur haft félagaskipti yfir í Val

Berg­dís Fann­ey Ein­ars­dótt­ir hefur haft félagaskipti frá ÍA yfir í Val en hún skrifaði und­ir þriggja ára samn­ing við Val fyrir skömmu.

Berg­dís Fanney, sem er aðeins 18 ára gömul, á að baki 57 meist­ara­flokks­leiki með ÍA þar sem hún hef­ur skorað 22 mörk en hún skoraði 15 mörk í 18 leikj­um með ÍA í Inkasso-deild kvenna á nýafstöðnu Íslandsmóti. Hún á að baki fjölda lands­leikja með U17 og U19 ára landsliðum Íslands.

KFÍA vill þakka Bergdísi Fanneyju fyrir frábært framlag til félagsins á liðnum árum og óskar henni góðs gengis hjá Val.