B-lið 2. flokks karla spilar við FH um Íslandsmeistaratitilinn

B-lið 2. flokks karla spilar við FH um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. Leikurinn fer fram í Akraneshöll og hefst kl. 11:00.

Strákarnir spiluðu til undanúrslita við Víking R á þriðjudag og unnu 2-3 í hörkuleik eftir framlengingu. Gísli Laxdal Unnarsson, Sigurjón Ari Guðmundsson og Óttar Bergmann Kristinsson skoruðu mörk ÍA í leiknum.

Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta í Akraneshöllina á laugardaginn og styðja strákana til sigurs gegn FH. Með sigri nær ÍA að verða tvöfaldir meistarar í 2. flokk karla en A-liðið vann Íslandsmótið í síðustu viku.