B-lið 2. flokks karla spilar til undanúrslita um Íslandsmeistaratitilinn

B-lið 2. flokks karla spilar til undanúrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Víkingi R í dag. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst kl. 19:00.

B-lið 2. flokks karla hefur spilað frábæran bolta í sumar líkt og A-liðið og endaði í öðru sæti í A-riðli með 35 stig og markatöluna 71-22 eða 49 mörk í plús.

Við hvetjum Skagamenn til þess að mæta á Víkingsvöllinn í kvöld og styðja strákana til sigurs.