B-lið 2. flokks karla endaði í öðru sæti á Íslandsmótinu

B-lið 2. flokks karla spilaði í dag við FH í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn en leikurinn fór fram í Akraneshöll.

Um mikinn baráttuleik var að ræða og bæði lið fengu sín færi en á endanum var FH sterkari aðilinn í leiknum og vann 0-3. Strákarnir enda þannig Íslandsmótið í öðru sæti í 2. flokki en þess má geta að stór hluti liðsins spilaði einnig með Skallagrím í sumar sem fóru upp í 3. deild.

Við óskum þessum efnilegu strákum í B-liði 2. flokks karla til hamingju með góða frammistöðu í sumar.