Ástbjörn Þórðarson kominn á láni til ÍA

ÍA hefur fengið bakvörðinn Ástbjörn Þórðarson á láni frá KR. Ástbjörn, sem er á elsta ári í 2. flokki, skoraði eitt mark í sex leikjum í Pepsi-deildinni með KR í fyrra. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði leikið sem hægri og vinstri bakvörður.

Ástbjörn á að baki fimm leiki með U-17 ára landsliði og fimm leiki með U-19 ára landsliði Íslands.