Arnór Sigurðsson yngsti íslenski markaskorarinn í Meistaradeildinni

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í kvöld yngsti íslenski markaskorarinn í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir CSKA Moskvu gegn Roma.

Arnór kom til CSKA Moskvu frá Norrköping í ágúst sl. og í september varð hann yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistardeildinni. Með marki sínu í kvöld komst hann í hóp með Eiði Smára Guðjohnsen og Alfreð Finnbogasyni sem hafa skorað í þessari keppni.

Við óskum Arnóri til hamingju með þennan merka áfanga.