Arnór Sigurðsson valinn í A-landslið karla í fyrsta sinn

Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson var valinn í A-landslið karla í fyrsta sinn fyrir leiki Íslands gegn Belgíu og Katar sem fram fara í nóvember.

Þetta ár hefur verið vonum framar fyrir hinn unga miðjumann en í fyrra fór hann frá ÍA til Norrköping þar sem hann stóð sig virkilega vel. Í ágúst sl. hafði hann svo félagaskipti yfir í CSKA Moskvu og spilaði sinn fyrsta leik og skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu fyrr í vetur.

Arnór hefur einnig fest sig í sessi í U21 landsliði karla og varð þar fastamaður á þessu ári. Með frammistöðu sinni á árinu fær hann svo tækifæri með A-landsliði karla í komandi leik í Þjóðardeildinni og æfingaleik.

Við óskum Arnóri til hamingju með þennan merka áfanga.