Árni Salvar og Ingi Þór valdir á úrtaksæfingar U16

Árni Salvar Heimisson og Ingi Þór Sigurðsson hafa verið valdir til að taka þátt í úrtaksæfingum vegna U16  karla. Æfingarnar fara fram 4. – 6. janúar undir stjórn Davíðs Snorra Jónassonar, þjálfara U16 landsliðs Íslands.

Dagskrá:

Föstudagurinn 4. janúar – Æfing 20:10 (mæting 19:45) – Kórinn

Laugardagurinn 5. janúar – Æfing 15:00 (Tilbúnir 14:45) – Kórinn

Sunnudagurinn 6. janúar – Æfing 8:30 (tilbúnir 8:20) – Egilshöll