Arnar Már Guðjónsson semur til ársloka 2019 við Skagamenn

Arnar Már Guðjónsson miðjumaður hefur endurnýjað samningi sinni við Knattspyrnufélag ÍA til næstu 2ja ára og gildir hann út 2019. Arnar Már er þrítugur og hefur spilað stórt hlutverk á miðju Skagamanna síðustu árin. Arnar sem er uppalinn hjá ÍA hefur spilað 292 leiki fyrir ÍA og skorað í þeim 60 mörk.

 

Ég hef mikla trú á þeim gríðarlega metnaði og þeirri skýr stefnu sem stjórn KFÍA vinnur eftir þar sem ungir leikmenn fá tækifæri við hliðina á reyndari leikmönnum. Við erum með mjög efnilegan leikmannahóp sem hefur alla burði til að fara beint upp í Pepsi á ný og það er frábær stemning og vilji í hópnum til að gera enn betur.  Ég vil sjálfur halda áfram að taka þátt í framtíðar sigrum með mínum bestu vinum í ÍA. Það var því auðveld ákvörðun að skrifa undir nýjan samning með allt þetta í huga. “ segir Arnar Már þegar hann skrifaði undir nýja samninginn. Áfram ÍA.

 

Það var því auðveld ákvörðun að skrifa undir nýjan samning með allt þetta í huga. “ segir Arnar Már þegar hann skrifaði undir nýja samninginn.

 

Áfram ÍA.