Aníta Ólafsdóttir var valin í landsliðshóp U17 gegn Írlandi

Aníta Ólafsdóttir hefur verið valin í landsliðshóp U17 sem mætir Írlandi í tveimur leikjum hér á landi 18. og 20. febrúar nk. Leikirnir fara fram undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar, landsliðsþjálfari U17 kvenna.

Fyrri leikurinn fer fram í Fífunni og hefst klukkan 18:00.

Seinni leikurinn fer fram í Kórnum og hefst klukkan 12:00.