Aldrei fleiri félög á Norðurálsmótinu

Nú er lokið skráningu keppenda á Norðurálsmótið 2016, en hún stóð yfir frá 1.-10. mars síðastliðinn.  Þetta árið hafa 33 félög skráð sig til leiks á Akranesi með um 1500 keppendur.

 

Hróður mótsins hefur borist víða, því í sumar verða á mótinu 2 lið frá Grænlandi, frá bæjarfélögunum Nuuk og Qaqortoq.

 

Undirbúningur mótsins er hafinn hjá stjórn Uppeldissviðs og starfsmönnum og ljóst að umfangið verður ekki minna en síðastliðið sumar.