2. flokkur karla spilar mikilvægan leik við Stjörnuna

2. flokkur karla spilar mikilvægan leik við Stjörnuna í Íslandsmótinu á morgun, fimmtudag. Leikurinn fer fram á Norðurálsvellinum og hefst kl. 18.

ÍA er í harðri toppbaráttu við KR og Breiðablik í 2. flokki og hvert stig er mikilvægt svo liðið eigi möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn sem væri í fyrsta sinn í 13 ár í þessum aldursflokki.

B- liðið í 2.flokki spilar svo við Stjörnuna kl. 20 en þeir eru einnig í harðri toppbaráttu í sínum riðli.

Við hvetjum Skagamenn til að mæta á völlinn á morgun og styðja strákana til sigurs gegn Stjörnunni.